Ólympíudraumur Íslands úr sögunni

Egon Hanusz sækir að franska markinu. Elohim Prandi er til …
Egon Hanusz sækir að franska markinu. Elohim Prandi er til varnar. AFP/Ina Fassbender

Íslenska karlalandsliðið í handbolta á ekki lengur möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París í sumar eftir að Frakkland vann 35:32-sigur á Ungverjalandi í næstsíðasta leik milliriðils eitt á EM í Þýskalandi í kvöld.

Úrslitin þýða að Ísland endar í fimmta sæti riðilsins á undan Króatíu en á eftir Austurríki, Ungverjalandi, Þýskalandi og Frakklandi. Íslenska liðið endar í tíunda sæti mótsins. 

Ungverska liðið var yfir framan af og var staðan 6:3 eftir sex mínútur í mjög hröðum og skemmtilegum leik.

Þá tóku Frakkar við sér og var staðan 9:9 eftir tólf mínútur. Frakkarnir héldu áfram að bæta í og náðu mest sex marka forskoti í hálfleiknum, 20:14.

Ungverjar lögðu ekki árar í bát, því þeir skoruðu fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik því 20:18.

Ungverjaland byrjaði á því að jafna í 20:20 í seinni hálfleik en þá vaknaði franska liðið á ný. Komst í 26:23 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður og var ungverska liðið ekki líklegt til að jafna eftir það.

Frakkland 35:32 Ungverjaland opna loka
60. mín. Valentin Porte (Frakkland) skýtur framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert