Króatía vann öruggan 30:24-sigur á Þýskalandi í síðasta leik milliriðlakeppni EM karla í handbolta í Köln í kvöld.
Þýskaland var öruggt með annað sæti milliriðils eitt og sæti í undanúrslitum fyrir leikinn og var einnig ljóst að Króatía myndi enda í neðsta sæti riðilsins.
Þýska liðið, sem Alfreð Gíslason þjálfar, var með 14:13-forskot í hálfleik en Króatía var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik.
Þýskaland leikur við Danmörk í undanúrslitum en Króatía hefur lokið leik á mótinu.
Igor Karacic skoraði sex mörk fyrir Króatíu og þeir Domagoj Duvnjak og Luka Klarica komu næstu með fjögur hvor. Dominik Kuzmanovic arði 22 skot í marki Króatíu.
Johannes Golla og Sebastian Heymann gerðu fjögur hvor fyrir Þýskaland. D