Daninn gagnrýndi Elliða harðlega

Elliði fékk rautt spjald gegn Austurríki.
Elliði fékk rautt spjald gegn Austurríki. AFP/Ina Fassbender

Daninn Peter Jørgensen gagnrýndi Elliða Snæ Viðarsson, línumann íslenska landsliðsins í handbolta, fyrir tilburði í leik Íslands og Austurríkis á EM í gær.

Elliði fékk sína þriðju brottvísun og þar með rautt spjald þegar hann kastaði boltanum í Boris Zivkovic í miðjuhringnum með það að markmiði að veiða Austurríkismanninn af velli fyrir að trufla miðjuna.

Svartfellskir dómarar leiksins ráku hins vegar Eyjamanninn af velli fyrir óíþróttamannslega framkomu.

„Þetta var heimskulegt og óíþróttamannslegt. Hann gerði þetta beint fyrir framan dómarana og það er kjánaskapur,“ sagði Jørgensen m.a. á TV2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert