Bjarki: Aldrei eins svekktur með eigin frammistöðu

Bjarki Már Elísson í leik gegn Svartfjallalandi á EM 2024.
Bjarki Már Elísson í leik gegn Svartfjallalandi á EM 2024. Ljósmynd/Kristján Orri

Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, kveðst aldrei hafa verið jafn svekktur og sár á sínum ferli eftir vonbrigðin á EM 2024 í Þýskalandi.

Bjarki Már hefur oft leikið betur fyrir Íslands hönd á stórmótum og var til að mynda með óvenju slaka nýtingu úr opnum færum á mótinu.

„Best að segja það eins og það er. Aldrei á mínum handboltaferli verið jafn svekktur og sár.

Bæði að við sem lið náðum ekki okkar markmiðum og eins með mína frammistöðu.

Það mun langur tími fara í að sætta sig við það. Það sem stendur upp úr er stuðningurinn sem var í heimsklassa,“ skrifaði Bjarki Már á Instagram-aðgangi sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert