Ótrúlegt mark Óðins Þórs Ríkharðssonar, hægri hornamanns íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, gegn Frakklandi var valið fallegasta mark milliriðla EM 2024 af Evrópska handknattleikssambandinu.
Markið, sem Óðinn Þór skoraði í 32:39-tapi fyrir Frökkum, vakti athygli hvarvetna og það alls ekki að ósekju.
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti þá háa sendingu inn í vítateig Frakklands þar sem Óðinn Þór kom stökkvandi, greip boltann í loftinu og setti hann svo aftur fyrir sig með stórkostlegu skoti sem fór fram hjá Samir Bellahcene í marki Frakka.
Fimm fallegustu mörk milliriðla EM 2024 í Þýskalandi má sjá hér:
The 𝙏𝙊𝙋 𝙂𝙊𝘼𝙇𝙎 of the main round 😍🚀
— EHF EURO (@EHFEURO) January 25, 2024
5⃣ Magnus Gullerud 🇳🇴
4⃣ Richárd Bodó 🇭🇺
🥉 Tilen Kodrin 🇸🇮
🥈 Jim Gottfridsson 🇸🇪
🥇 Odinn Thor Rikhardsson 🇮🇸#ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/5Kl53LlkST