Mark Óðins það fallegasta (myndskeið)

Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar mögnuðu marki sínu.
Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar mögnuðu marki sínu. AFP/Ina Fassbender

Ótrúlegt mark Óðins Þórs Ríkharðssonar, hægri hornamanns íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, gegn Frakklandi var valið fallegasta mark milliriðla EM 2024 af Evrópska handknattleikssambandinu.

Markið, sem Óðinn Þór skoraði í 32:39-tapi fyrir Frökkum, vakti athygli hvarvetna og það alls ekki að ósekju.

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti þá háa sendingu inn í vítateig Frakklands þar sem Óðinn Þór kom stökkvandi, greip boltann í loftinu og setti hann svo aftur fyrir sig með stórkostlegu skoti sem fór fram hjá Samir Bellahcene í marki Frakka.

Fimm fallegustu mörk milliriðla EM 2024 í Þýskalandi má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert