Svíar hafa lagt fram formlega kvörtun til mótsstjórn Evrópumóts karla í handbolta vegna marksins ótrúlega sem Elohim Prandi skoraði fyrir Frakkland gegn Svíþjóð í undanúrslitum EM í kvöld.
Prandi jafnaði leikinn í 27:27 og tryggði Frakklandi framlengingu með marki beint úr aukakasti eftir að leiktíminn rann út. Frakkar voru svo sterkari í framlengingunni og unnu fjögurra marka sigur.
Prandi lyfti vinstri löppinni upp áður en hann tók skotið, sem er ekki löglegt. Dómararnir frá Norður-Makedóníu sáu hins vegar ekkert athugavert við markið og dæmdu það gilt.
Hér fyrir neðan má sjá að Prandi er búinn að lyfta vinstri löppinni af gólfinu áður en hann skýtur.
It's not a discussion. The goal was illegal. pic.twitter.com/s7C89haaDR
— Ganoid (@UnpleasantTV) January 26, 2024