Áhorfendamet á stórmóti í handbolta

Þýskir áhorfendur á HM 2024.
Þýskir áhorfendur á HM 2024. AFP/Ina Fassbender

Meira en milljón manns munu horfa á leik á Evrópumóti karla í handbolta sem er áhorfendamet á stórmóti.

Samkvæmt danska handboltasérfræðinginum Rasmus Boysen hefur mótið dregið 1.008.660 manns en aldrei hafa jafn margir horft á stórmót.

Þar á eftir er HM 2019 sem var haldið í Þýskalandi og Danmörku en það horfðu 902.505 manns.

Í þriðja sæti er einnig mót sem var haldið í Þýskalandi en það er HM 2007, það horfðu 763.280 manns á mótið þegar Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert