Alfreð missti af verðlaunum á EM

Svíar að fagna í leikslok.
Svíar að fagna í leikslok. AFP/Kirill Kudryavtsev

Svíþjóð mætti heimamönnum í Þýskalandi, sem Alfreð Gíslason þjálfar, í bronsleik EM karla í handbolta 2024 sem Svíþjóð vann 34:31.

Svíar voru sterkari í fyrri hálfleik og voru mest sjö mörkum yfir. Þeir enduðu svo hálfleikinn með góðu forskoti, 18:12. 

Þýskaland minnkaði muninn hægt og rólega í seinni hálfleik og þegar nokkrar mínútur voru eftir munaði aðeins einu marki á liðinum. Svíar bættu þá í og skoruðu tvö mörk í röð og enduðu leikinn með þriggja marka sigri.

Markahæstu leikmenn Svíþjóðar voru Felix Claar með átta mörk og Sebastian Karlsson með sjö mörk. Í þýska liðinu var Renars Uscins markahæstur með átta mörk og þar á eftir voru Johannes Golla og Lukas Mertens með fjögur mörk hvor

Lærisveinar Alfreðs í þýska liðinu fara því í umspil um sæti á Ólympíuleikunum 2024 Þýskaland, Króatíu, Alsír og Austurríki sem er riðillinn, sem Ísland hefði verið í.

Fjórða sæti er besti árangur Þýskalands á stórmóti frá því að það varð Evrópumeistari 2016 undir stjórn Dags Sigurðssonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert