Frakkland er Evrópumeistari karla í handbolta eftir 33:31-sigur á Danmörku í mögnuðum og framlengdum úrslitaleik í Köln í kvöld.
Er um fjórða Evrópumeistaratitil Frakklands að ræða og þann fyrsta frá árinu 2014. Danir þurfa að bíða lengur efir fyrsta Evrópumeistaratitlinum frá árinu 2012.
Var staðan 14:14 eftir sveiflukennan fyrri hálfleik, þar sem liðin skiptust á góðum köflum og að komast yfir. Danir voru 1-2 mörkum yfir nánast allan seinni hálfleikinn en Frakkar náðu að jafna í 23:23 og komast yfir í 25:24.
Eftir æsispennandi lokamínútur var staðan 27:27 eftir venjulegan leiktíma og því varð að framlengja. Í framlengingunni reyndust Frakkar ögn sterkari og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn.
Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.
Frakkland | 33:31 | Danmörk | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
70. mín. Elohim Prandi (Frakkland) skoraði mark Er væntanlega að tryggja Frakklandi Evrópumeistaratitilinn. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |