Sandra Erlingsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í handknattleik sem hefst í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss í lok mánaðarins.
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti 18-manna leikmannahóp sinn fyrir verkefnið í höfuðstöðvum Icelandair á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Sandra var langbesti leikmaður liðsins á HM í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á síðasta ári og skoraði 34 mörk. Hún var í 17. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins.
Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, er í hópnum en hún var ekki með liðinu á HM á síðasta ári, sem og Elín Klara Þorkelsdóttir sem meiddist í aðdraganda HM og þurfti af þeim sökum að draga sig úr hópnum.
Leikmannahópur Íslands:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir
Hafdís Renötudóttur
Hornamenn:
Dana Björg Guðmundsdóttir
Perla Ruth Albertsdóttir
Katrín Anna Ásmundsdóttir
Þórey Rósa Stefánsdóttir
Skyttur:
Andrea Jacobsen
Berglind Þorsteinsdóttir
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir
Díana Dögg Magnúsdóttir
Rut Arnfjörð Jónsdóttir
Thea Imani Sturludóttir
Miðju- og línumenn:
Elín Klara Þorkelsdóttir
Elín Rósa Magnúsdóttir
Elísa Elíasdóttir
Katrín Tinna Jensdóttir
Steinunn Björnsdóttir
Sunna Jónsdóttir