Stjarna Þóris farin heim

Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni í gær er Noregur vann Slóveníu.
Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni í gær er Noregur vann Slóveníu. AFP/Eva Manhart

Markvörðurinn reynslumikli Katrine Lunde hjá norska landsliðinu í handbolta er farin heim af Evrópumótinu samkvæmt Nettavisen.

Samkvæmt miðlinum hefur hún snúið aftur til Noregs til að vera með níu ára gamalli dóttur sinni Atinu. Þaðan liggur leiðin til Serbíu þar sem kærasti hennar Nikola Trajkovic starfar.

Lunde, sem er 44 ára, hefur þó ekki lokið leik á mótinu þar sem hún mun fljúga aftur til Austurríkis til að vera með norska liðinu í milliriðli og síðan útsláttarkeppninni.

Þórir Hergeirsson þjálfar norska kvennalandsliðið og er mótið það síðasta hjá Selfyssingnum með þær norsku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka