Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hvaða 16 leikmenn munu taka þátt í leik Íslands gegn Úkraínu í annarri umferð F-riðils EM 2024 í handknattleik kvenna í Austurríki í kvöld.
Leikurinn fer fram í Ólympíuhöllinni í Innsbruck og hefst klukkan 19.30.
Arnar heldur sig við sömu 16 leikmenn og léku í tveggja marka tapi fyrir Hollandi í fyrstu umferð á föstudagskvöld.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir hjá Kristianstad og Katrín Tinna Jensdóttir hjá ÍR eru því áfram utan hóps.
Leikmannahópurinn:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus (66/2)
Hafdís Renötudóttir, Valur (66/4).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (59/104) .
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (31/6) .
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (5/10) .
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (59/77) .
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (19/59) .
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (26/51)
Elísa Elíasdóttir, Valur (20/16) .
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (7/12) .
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (55/126) .
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Haukar (120/245) .
Steinunn Björnsdóttir, Fram (54/83) .
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (97/66) .
Thea Imani Sturludóttir, Valur (85/185) .
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (143/408).