Perla heiðruð eftir leikinn

Perla Ruth Albertsdóttir með verðlaunaspjaldið eftir leikinn.
Perla Ruth Albertsdóttir með verðlaunaspjaldið eftir leikinn. Ljósmynd/Jon Forberg

Perla Ruth Albertsdóttir var valin besti leikmaðurinn í viðureign Íslands og Úkraínu á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Innsbruck í kvöld.

Perla Ruth var markahæsti leikmaður íslenska liðsins annan leikinn í röð og skoraði sex mörk, þrjú þeirra af vítalínunni. Ísland vann sinn fyrsta sigur í lokakeppni Evrópumóts, 27:24, og er á leið í hreinan úrslitaleik gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöldið um sæti í milliriðli mótsins.

Perla Ruth Albertsdóttir skorar í leiknum í kvöld.
Perla Ruth Albertsdóttir skorar í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Jon Forberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka