Svíþjóð rústaði Tyrklandi, 47:19, á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Debrecen í Ungverjalandi í kvöld.
Svíar eru komnir áfram í milliriðil-1 en sænska liðið endar í öðru sæti A-riðilsins á eftir heimakonum í Ungverjalandi. Tyrkir enda neðstir með eitt stig.
Nathalie Hagman fór á kostum í liði Svíþjóðar en hún skoraði ellefu mörk. Þá skoraði Emma Filippa Lindqvist sex mörk.
Heimsmeistarar Frakklands unnu þá tólf marka sigur á Portúgal, 28:16, í C-riðlinum í Basel í Sviss.
Frakkar unnu C-riðilinn með fullt hús stiga en Portúgal endaði neðst án stiga.
Alicia Toublanc og Sarah Bouktit skoruðu fimm mörk hvor fyrir Frakkland.