Allt undir í kvöld

Landsliðskonurnar höfðu ástæðu til að fagna í fyrrakvöld.
Landsliðskonurnar höfðu ástæðu til að fagna í fyrrakvöld. Ljósmynd/Jon Forberg

Ísland mætir Þýskalandi í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Innsbruck í Austurríki í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19.30.

Þetta er hreinn úrslitaleikur liðanna um sæti í milliriðli keppninnar en Ísland hefur aldrei náð svo langt til þessa og vann í fyrrakvöld sinn fyrsta leik í lokakeppni Evrópumóts þegar liðið mætti Úkraínu.

„Við ætlum að vinna þær eins og alla aðra mótherja,“ segir landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir sem hefur leikið með þýskum félagsliðum um árabil. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert