Heimakonur unnu úrslitaleikinn og fóru áfram

Svissneska liðið er komið áfram á heimavelli.
Svissneska liðið er komið áfram á heimavelli. AFP/Fabrice Coffrini

Sviss tryggði sér sæti í milliriðli á Evrópumóti kvenna í handbolta með sigri á Króatíu, 26:22, í Basel í kvöld. Sviss fer því með Danmörku í milliriðilinn á meðan Færeyjar og Króatía sitja eftir í riðlinum.

Era Baumann og Tabea Schmid skoruðu sex mörk hvor fyrir Sviss. Klara Birtic og Tina Barisic gerðu fimm mörk hvor fyrir Króatíu.

Svartfjallaland vann öruggan sjö marka sigur á Tékklandi, 28:21, í B-riðli í Debrecen í Ungverjalandi. Svartfjallaland vann alla leiki sína í riðlinum og fer með tvö stig í milliriðil.

Djurdjina Jaukovic skoraði átta mörk fyrir Svartfjallaland og þær Anna Frankova og Marketa Jerabkova skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Tékkland.

Rúmenía fer einnig áfram úr riðlinum en Tékkland og Serbía eru úr leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert