„Lífshættulegt“ brot á leikmanni Þóris

Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni á EM.
Þórir Hergeirsson á hliðarlínunni á EM. AFP/Kerstin Joehnsson

Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann sinn þriðja sigur í þremur leikjum er liðið sigraði Slóvakíu, 38:15, í riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handbolta í Innsbruck í Austurríki í gær.

Bella Oláhová markvörður Slóvaka fékk beint rautt spjald í leiknum fyrir að æða út úr markinu og rekast í Camillu Herrem í hraðaupphlaupi utan teigs. Herrem var á undan í boltann og voru báðir leikmenn heppnir að áreksturinn yrði ekki mun verri.

„Þetta er lífshættulegt. Það ætti að banna markvörðum að fara úr teignum. Allt í einu stendur leikmaður fyrir framan Camillu þegar hún er bara að einbeita sér að því að grípa boltann,“ sagði Bent Svele í útsendingu norska ríkissjónvarpsins frá leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert