Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handknattleik, gerir tvær breytingar á leikmannahópi sínum fyrir úrslitaleikinn gegn Þýskalandi á Evrópumótinu í Innsbruck í kvöld.
Þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir frá Kristianstad og Katrín Tinna Jensdóttir úr ÍR, sem hafa verið utan hóps í fyrstu tveimur leikjunum, eru í sextán manna hópnum í kvöld.
Í staðinn eru það þær Elísa Elíasdóttir úr Val og Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sem hvíla að þessu sinni.
Leikurinn hefst klukkan 19.30 og liðið sem nær öðru sæti riðilsins kemst áfram í milliriðil. Þýskalandi nægir jafntefli en Ísland þarf að vinna leikinn til að komast áfram.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus (67/3)
Hafdís Renötudóttir, Valur (65/4)
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, HSG Blomberg-Lippe (59/108)
Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (32/6)
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (6/10)
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (60/80)
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (20/64)
Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (27/51)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (21/11)
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (23/10)
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss (56/132)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Haukar (121/245)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (55/88)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (98/66)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (86/186)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (144/411)