Liðið er á réttri leið

Landsliðskonurnar Íslenska landsliðið lauk keppni í Innsbruck í fyrrakvöld og …
Landsliðskonurnar Íslenska landsliðið lauk keppni í Innsbruck í fyrrakvöld og næsta verkefni er heimsmeistaramótið 2025 en það skýrist um aðra helgi hverjir mótherjar Íslands verða í umspilinu í apríl. Ljósmynd/Jon Forberg

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik lauk keppni á EM 2024 á þriðjudagskvöld þegar það tapaði stórt fyrir Þýskalandi, 30:19, í lokaumferð F-riðils í Innsbruck í Austurríki. Um hreinan úrslitaleik var að ræða um annað sæti riðilsins og fóru Þjóðverjar því áfram í milliriðil 2 sem verður leikinn í Vín.

Þrátt fyrir stórt tap í síðasta leik er frammistaða Íslands á sínu fyrsta Evrópumóti í tólf ár til vitnis um hversu stórstígum framförum liðið hefur tekið. Ísland hafnaði í þriðja sæti riðilsins með tvö stig eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur frá upphafi á lokamóti EM.

Frábærar gegn Hollandi

Fyrsta verkefnið á föstudagskvöld var ærið; lið Hollands sem er á meðal sex sterkustu þjóða heims. Allur ótti um að skrekks gæti gætt í upphafi leiks á stórmóti, eins og á HM 2023, reyndist óþarfi þar sem íslensku landsliðskonurnar mættu hvergi bangnar til leiks.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert