Svíar og Þjóðverjar með sannfærandi sigra

Emma Lindqvist, til vinstri, skoraði fjögur mörk í dag.
Emma Lindqvist, til vinstri, skoraði fjögur mörk í dag. AFP/Frenc Isza

Þýskaland sigraði Sviss með yfirburðum, 36:27, í milliriðli 2 á Evrópumóti kvenna í handbolta í dag og Svíþjóð sigraði Pólland í milliriðli 1, 33:25.

Þýskaland, sem sló Ísland úr leik í riðlakeppninni, byrjaði rólega og leikurinn var jafn framan af en Þýskaland tók yfir og var fjórum mörkum yfir í hálfleik. Sviss átti aldrei möguleika í seinni hálfleik og var mest 11 mörkum undir, 35:24, og leikurinn endaði 33:25.

Markahæst í þýska liðinu var Alexia Hauf með sex mörk, Alina Grijseels og Xenia Smiths skoruðu fimm og Sarah Wacher varði 10 skot.

Hjá Sviss var Tabea Schmid markahæst með átta mörk, Mia Emmenegger skoraði sex og Manuela Brutsch varði sjö.

Tabea Schmid sækir að marki Sviss í dag.
Tabea Schmid sækir að marki Sviss í dag. AFP/Joe Klamar

Svíþjóð var yfir í upphafi leiks en Pólland var aldrei langt undan, jafnaði og var á tímapunkti marki yfir og eftir spennandi fyrri hálfleik var staðan 17:15 fyrir Svíþjóð. Í seinni hálfleik breyttist leikurinn, Svíar tóku yfir og voru mest tíu mörkum yfir og leikurinn endaði 33:25.

Nathalie Hagman var markahæst fyrir Svíþjóð með níu mörk, Jamina Roberts skoraði sex og Johanna Bundsen varði níu skot. 

Kristín Þorleifsdóttir sem á íslenska foreldra en er leikmaður sænska landsliðsins lagði upp fjögur mörk í sigrinum.

Hjá Póllandi var Monika Kobylinska markahæst með sex mörk.

Frakkland og Rúmenía mætast klukkan 17 í dag og Ungverjaland og Svartfjallaland klukkan 19:30 í milliriðli 1.

Holland og Slóvenía mætast sömuleiðis klukkan 17 í dag og svo mætast Danmörk og Noregur í kvöld í hörkuleik klukkan 19:30 í milliriðli 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert