Sannfærandi hjá Slóveníu

Natasa Ljepoja skoraði fjögur fyrir Slóveníu í dag.
Natasa Ljepoja skoraði fjögur fyrir Slóveníu í dag. AFP/Kerstin Joensson

Slóvenía hafði betur gegn Sviss, 34:25, í 2. umferð milliriðils tvö í Evrópumóti kvenna í handbolta í Vín í Austurríki í dag.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 17:16 fyrir Slóveníu. Í seinni hálfleik tók Slóvenía stjórn á leiknum og vann að lokum níu marka sigur, 34:25.

Ana Abina og Tjasa Stanko skoruðu báðar sex mörk fyrir Slóveníu. Mia Emmeneger gerði fimm mörk fyrir Sviss.

Slóvenía er í fimmta sæti milliriðilsins með tvö stig en Sviss er í sjötta sæti með engin stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert