Frakkar og Ungverjar komnir í undanúrslit

Frakkar að fagna sæti í undanúrslitum í dag.
Frakkar að fagna sæti í undanúrslitum í dag. AFP/Ferenc Isza

Ungverjaland var fyrsta liðið til að tryggja sæti í átta liða úrslitum á Evrópumóti kvenna í handbolta eftir 37:29-sigur gegn Rúmeníu í milliriðli 1. Seinna í kvöld tryggðu Frakkar sér annað sæti í riðlinum og sömuleiðis sæti í undanúrslitum.

Ungverjar eru í fyrsta sinn í undanúrslitum á stórmóti síðan á EM 2012 þegar liðið vann til bronsverðlauna.

Katrin Gitta Klujber var markahæst í ungverska liðinu með 10 mörk, Viktoria Lukacs skoraði fimm og þær Csenge Kuczora og Greta Marton skoruðu fjögur hvor.

Hjá Rúmeníu var Lorena Gabriela Ostase markahæst með sex mörk og þær Angela Stefania Stoica og Sonia Mariana Seraficeanu skoruðu fimm.

Leikmenn Ungverjalands að fagna marki í kvöld.
Leikmenn Ungverjalands að fagna marki í kvöld. AFP/Ferenc Isza

Frakkland er í annað sinn að komast í undanúrslit en í fyrra tapaði liðið þar gegn Noregi, 20:20, og lenti í fjórða sæti.

Estelle Nze Minko og Tamara Horacek voru markahæstar fyrir Frakkland með sex mörk hvor og Chloe Valentini skoraði fimm.

Jasmine Roberts og Tyra Axner voru markahæstar fyrir Svíjóð með fjögur mörk hvor og Krist­ín Þor­leifs­dótt­ir, sem á ís­lenska for­eldra en er leikmaður sænska landsliðsins, skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar. 

Ungverjar mæta öðru sæti í milliriðli 2 og Frakkar fyrsta sæti sem verður líklegast Noregur.

Noregur er í fyrsta sæti í millirðili 2, eins og staðan er núna, með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri gegn Þýskalandi á morgun.

Ef Holland sigrar Sviss og Danmörk sigrar Slóveníu á morgun þá mætast Holland og Danmörk í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á miðvikudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert