Danmörk mun mæta Hollandi í úrslitaleik um hver fylgir Noregi, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, í átta liða úrslit Evrópumóts kvenna í handknattleik.
Danska liðið hafði betur gegn Slóveníu, 33:26, í Vínarborg í kvöld og er með sex stig, líkt og Holland, þegar að einn leikur er eftir af riðlinum en Danir og Hollendingar mætast í síðustu umferðinni næstkomandi miðvikudag.
Slóvenía er hins vegar með tvö stig og mun mæta Noregi í síðustu umferð.
Elma Halilcevic skoraði fimm mörk fyrir Danmörku en Andrea Aagot Hansen skoraði fimm. Hjá Slóveníu skoraði Tjasa Stanko átta mörk.