Hollendingar upp að hlið Þóris

Hollensku landsliðskonurnar fagna að leik loknum,
Hollensku landsliðskonurnar fagna að leik loknum, AFP/Joe Klamar

Holland vann sterkan sigur á Sviss, 37:29, á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Vínarborg í dag. 

Eftir sigurinn er Holland komið með sex stig í milliriðli 2, jafnmörg og Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, sem mætir Þýskalandi á eftir. Sviss er í neðsta sæti án stiga. 

Hollendingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru sjö mörkum yfir að honum loknum, 24:17. 

Seinni hálfleikurinn var jafnari en svissneska liðið komst aldrei nálægt því hollenska. Enduðu leikar því með átta marka sigri Hollands. 

Zoë Sprengers skoraði sjö mörk fyrir Holland en Daphné Gautschi skoraði sex fyrir Sviss. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert