Noregur er kominn áfram í undanúrslit Evrópumóts kvenna í handknattleik eftir fimm marka sigur á Þýskalandi, 32:27, í Vínarborg í kvöld.
Norska liðið er með fullt hús stiga, eða átta, í efsta sæti milliriðils tvö og er búið að vinna hann og í leið tryggja sér sæti í undanúrslitum. Þrátt fyrir það mætir Noregur Slóveníu í síðasta leik riðilsins næstkomandi miðvikudag.
Þjóðverjar eru í fimmta sæti með tvö stig og eru því úr leik.
Norska liðið var sannfærandi í leiknum en hálfleikstölur voru 19:13.
Noregur hélt forystunni mest allan seinni hálfleikinn en Þjóðverjar náðu smá upphlaupi undir lok leiks.
Henny Ella Reistad var mögnuð í liði Noregs og skoraði níu mörk.