Danska landsliðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku á Evrópumóti kvenna í handbolta. Línukonan Sarah Iversen og markvörðurinn Althea Reinhardt hafa báðar lokið leik á mótinu vegna meiðsla.
Iversen sleit krossband í hné í leiknum gegn Slóveníu í gærkvöldi og verður frá keppni stóran hluta næsta árs.
Reinhardt fékk boltann af miklu afli í höfuðið á æfingu og hlaut heilahristing. Hefur hún verið send heim og ljóst að mótinu er lokið hjá markverðinum reynslumikla.
Danmörk mætir Hollandi á morgun í lokaleik sínum í milliriðli. Sigur eða jafntefli nægir danska liðinu til að fara í undanúrslit.