Danir í undanúrslit

Rikke Iversen fagnar marki í leiknum í kvöld.
Rikke Iversen fagnar marki í leiknum í kvöld. AFP/Joe Klamar

Danmörk tryggði sér í kvöld síðasta sætið í undanúrslitum á EM 2024 í handknattleik kvenna með því að leggja Holland að velli, 30:26, í hreinum úrslitaleik um annað sætið í milliriðli 2 í Vín.

Danir voru með yfirhöndina allan tímann þó Hollendingar hafi sjaldnast verið langt undan.

Staðan í hálfleik var 15:13, Danmörku í vil, og vann liðið að lokum fjögurra marka sigur.

Dione Housheer var markahæst í leiknum með tíu mörk úr jafnmörgum skotum fyrir Holland.

Anne Mette Hansen var markahæst hjá Danmörku með sjö mörk. Anna Opstrup Kristensen varði 15 skot í marki Danmerkur og var með 37,5 prósent markvörslu.

Danmörk mætir Frakklandi í undanúrslitum og Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, mætir Ungverjalandi. Undanúrslitin fara fram á föstudag.

Holland mætir Svíþjóð í leik um fimmta sætið, einnig á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert