Frá Burger King í danska landsliðið

Kaja Kamp, sem er hvítklædd í baráttu á línunni, í …
Kaja Kamp, sem er hvítklædd í baráttu á línunni, í leik Danmerkur og Sviss á EM. AFP/Fabrice Coffrini

Danska handknattleikskonan Kaja Kamp varð ekki atvinnumaður í greininni fyrr en hún var 26 ára er hún samdi við Esbjerg í heimalandinu.

Kamp, sem nú er þrítug, er í landsliðshópi Danmerkur á EM.

„Áður en ég varð atvinnumaður þurfti ég að láta hlutina ganga upp fjárhagslega. Ég vann alls konar störf, var kennari, lögreglukona og starfsmaður Burger King,“ sagði hún í samtali við BT.

„Ég veit að handboltaferillinn endist ekki að eilífu þannig að ég er í meistaranámi í viðskiptafræði meðfram handboltanum. Það var mjög erfitt þegar ég þurfti að vakna snemma til að fara á vakt, síðan æfingu og mjög seint heim. Það tekur á andlega,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert