Noregur gjörsigraði gestgjafana

Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Ljósmynd/Jon Forberg

Noregur, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, vann stórsigur á gestgjöfum Sviss, 40:24, í lokaumferð milliriðils 2 á EM 2024 í handknattleik kvenna í Vínarborg í Austurríki í kvöld.

Noregur vann þar með riðilinn með fullu húsi stiga og mætir Ungverjalandi í undanúrslitum á föstudag. Mótið fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss.

Munurinn var 11 mörk, 24:13, að fyrri hálfleik loknum og var því einungis spurning um hversu stór sigur norska liðsins yrði.

Emilie Margrethe Hovden og Sanna Charlotte Solberg-Isaksen voru markahæstar hjá Noregi með fimm mörk hvor. Fjórir leikmenn skoruðu fjögur mörk hver og fjórir til viðbótar skoruðu þrjú mörk hver.

Eli Marie Raasok fór á kostum í markinu og varði 12 af 22 skotum sem hún fékk á sig, sem er 54,5 prósent markvarsla. Silje Margaretha Solberg-Östhassel varði þá sjö skot og var með 35 prósent vörslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert