Þýskaland kvaddi með risasigri

Lisa Antl og Annika Lott fagna þýsku marki á EM.
Lisa Antl og Annika Lott fagna þýsku marki á EM. AFP/Joe Klamar

Þýskaland tryggði sér í dag sjöunda sætið á Evrópumóti kvenna í handknattleik með því að vinna yfirburðasigur á Slóveníu, 35:16, í lokaumferð milliriðils tvö í Vínarborg.

Þjóðverjar enduðu í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig og Slóvenía varð sæti neðar með tvö stig og hafnar í tíunda sæti mótsins.

Danmörk og Holland eru bæði með sex stig og mætast á eftir í hreinum úrslitaleik um hvort liðanna fylgir Noregi áfram í undanúrslitin. Norska liðið hefur unnið alla sína leiki og mætir  stigalausum Svisslendingum í lokaleiknum í kvöld.

Annika Lott var markahæst í þýska liðinu með sex mörk í dag og Nina Engel skoraði fimm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert