Michael Ballack til Chelsea á morgun

Michael Ballack spilar líklega með Chelsea á næstu leiktíð.
Michael Ballack spilar líklega með Chelsea á næstu leiktíð. Reuters

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að miðjumaður Michael Ballack, leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu, skrifi undir samning við Englandsmeistara Chelsea á morgun. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vill fá þrjá sterka leikmenn til félagsins í sumar og Ballack er einn þeirra. Samningur Ballacks við Bayern München rennur út í þessum mánuði.

Ballack er 29 ára sókndjarfur miðjumaður. Hann sló fyrst í gegn með Bayer Leverkusen en hefur undanfarin ár leikið með Bayern München þar sem hann hefur verið í lykilhlutverki sem og með þýska landsliðinu. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er reiðubúinn að gera Ballack að launahæsta leikmanni Chelsea - samkvæmt fregnum enskra fjölmiðla mun Ballack fá 121.000 pund í laun á viku sem er jafnvirði 14,8 milljóna króna. Sjá einnig enski.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka