Djemba-Djemba lánaður til Burnley

Eric Djemba-Djemba fagnar marki með Wayne Rooney þegar þeir voru …
Eric Djemba-Djemba fagnar marki með Wayne Rooney þegar þeir voru saman í liði Manchester United. Reuters

Burnley hefur fengið miðjumanninn Eric Djemba-Djemba að láni frá Aston Villa út leiktíðina. Djemba-Djemba er 25 ára gamall Kamerúnmaður sem hefur verið í herbúðum Aston Villa í tvö ár. Hann hóf feril sinn á Englandi hjá Manchester United 2003 en náði ekki að slá í gegn á Old Trafford. Hann var seldur frá United í janúar 2005 fyrir 1,3 milljónir punda, 180 milljónir króna, en hann náði aðeins að spila 39 leiki þá 18 mánuði sem hann var í herbúðum Manchester-liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert