Enska knattspyrnufélagið Everton skýrði frá því í morgun að gengið hefði verið frá nýjum samningi til fimm ára við sóknarmanninn Andy Johnson. Hann skrifaði undir samskonan samning fyrir rúmu ári síðan og hefur því væntanlega fengið álitlega kauphækkun.
"Við erum hæstángæðir, þetta eru frábærar fréttir fyrir alla hjá Everton. Þessi samningur undirstrikar þann ásetning okkar að halda okkar bestu leikmönnum. Við erum áfram að byggja til framtíðar og Andy Johnson leikur þar stórt hlutverk," sagði Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton.
Johnson er 26 ára gamall og leikur nú sitt annað tímabil með Everton. Hann hóf ferilinn með Birmingham og lék þar í fimm ár en spilaði síðan með Crystal Palace frá 2002 til 2006 og skoraði þar 74 mörk í 170 deildaleikjum. Hann vann sér sæti í enska landsliðinu sem leikmaður Palace í 1. deild og á 8 A-landsleiki að baki. Everton keypti hann af Palace fyrir 8,6 milljónir punda í lok maí 2006.