Bandaríski markvörðurinn Brad Friedel hefur tjáð forráðamönnum félagsins að hann vilji yfirgefa það en á undanförnum dögum hefur Blackburn hafnað tveimur tilboðum í markvörðinn snjalla.
Aston Villa og Manchester City eru sögð hafa mikinn áhuga á að fá Friedel í sínar raðir en hann hefur leikið með liði Blackburn frá árinu 2000 og er orðinn 37 ára gamall.
,,Við höfum fengið tilboð í Friedel en þeim var hafnað. Ég get staðfest að hann hefur óskað eftir því að hætta hjá félaginu. Þessi ósk hans kom okkur sérlega á óvart því hann skrifaði undir nýjan samning við okkur í febrúar og við höfum ekki verið að leita að öðrum markverði,“ segir John Williams stjórnarformaður Blackburn.