George Burley landsliðsþjálfara Skota í knattspyrnu fékk reisupassann í kvöld eins og búist hafi verið við. Stjórn skoska knattspyrnusambandsins hittist á fundi síðdegis til að ræða framtíð landsliðsþjálfarans og formaður sambandsins greindi svo fréttamönnum frá því eftir fundinn að ákveðið hafi verið að segja Burley upp störfum.
Skotum tókst ekki að tryggja sér farseðilinn á HM næsta sumar en þeir höfnuðu í 3. sæti í 9. riðlinum þar sem við Íslendingar enduðum í neðsta sæti. Þá töpuðu Skotar, 3:0, fyrir Walesverjum í æfingaleik um helgina og það síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Burley.
Tveimur aðstoðarmönnum Burley, þeim Terry Butcher og Paul Hegarty, var einnig vikið frá störfum.