Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í varaliði West Ham töpuðu í kvöld fyrir Birmingham, 2:1, á útivelli í varaliðsdeildinni. Hólmar lék í miðvarðarstöðunni hjá Lundúnaliðinu en hann hefur þótt standa sig vel og hefur verið fyrirliði liðsins í undanförnum leikjum.
Hólmar hefur knattspyrnuhæfileikana ekki langt að sæka því karl faðir hans er Eyjólfur Sverrisson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins og atvinnumaður til margra ára.