Tap hjá Hólmari og félögum

Hólmar Örn Eyjólfsson, bláklæddur, í leik með varaliði West Ham.
Hólmar Örn Eyjólfsson, bláklæddur, í leik með varaliði West Ham. www.whufc.com

Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar hans í varaliði West Ham töpuðu í kvöld fyrir Birmingham, 2:1, á útivelli í varaliðsdeildinni. Hólmar lék í miðvarðarstöðunni hjá Lundúnaliðinu en hann hefur þótt standa sig vel og hefur verið fyrirliði liðsins í undanförnum leikjum.

Hólmar hefur knattspyrnuhæfileikana ekki langt að sæka því karl faðir hans er Eyjólfur Sverrisson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins og atvinnumaður til margra ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka