Arnór Sveinn kveður á Twitter

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, hvítklæddur, er á leið til Hönefoss í …
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, hvítklæddur, er á leið til Hönefoss í Noregi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Svo virðist sem Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu, hafi þegar náð samkomulagi við norska B-deildarliðið Höneföss því fyrir fáeinum mínútum kvaddi hann félaga sína með færslu á Twitter.

„Kveð Ísland í bili. Þakka öllum blikum fyrir frábæran tíma," segir Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks á Twitter nú í morgunsárið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert