Rooney baðst afsökunar

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Reuters

Wayne Rooney bað félaga sína úr enska landsliðinu afsökunar fyrir að hafa fengið rauða spjaldið í leik Englendinga og Svarfellinga í undankeppni EM í gærkvöld. Rooney fékk reisupassann í seinni hálfleik þegar Englendingar voru 2:1 yfir en Svarfellingar náðu að jafna metin í uppbótartíma. Stigið dugði Englendingum til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni og Svartfellingar eru öryggir í umspilsleiki.

,,Hann gerði sig sekan um heimskuleg mistök og baðst afsökunar eftir leikinn. Þetta var rautt spjald og ekkert annað. Ég hef séð leikmenn eins og hann gera svona lagað en maður skilur það ekki,“ sagði Fabio Capello landsliðsþjálfari Englendinga eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert