Fabio Capello, sem í kvöld hætti störfum sem landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, segir að það sem ítalski netmiðillinn Italpress hafði eftir honum í kvöld væri uppspuni.
Þar var haft eftir Capello að sér hefði verið gróflega misboðið þegar enska knattspyrnusambandið ákvað að svipta John Terry fyrirliðastöðu landsliðsins, án samráðs við sig.
Ítalska fréttastofan ANSA hefur eftir Capello: „Ég yfirgef England og segi ekkert annað."
Þegar hann var spurður um ummæli sín við aðra miðla sagði hann þau vera uppspuna.
Sonur hans, Pierfilippo Capello, sendi fá sér tölvupóst þar sem hann sagði: „Frétt á netmiðlinum football-italia þar sem ummæli eru höfð eftir Fabio Capello er ekki rétt. Við munum fara í mál ef frekari fréttir af þessu tagi birtast."