Redknapp verður að ákveða sjálfur

Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Reuters

Keith Mills, stjórnarmaður enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur, segir að Harry Redknapp verði að ákveða sjálfur hvort hann vilji halda áfram sem knattspyrnustjóri félagsins eða taka við enska landsliðinu.

Eftir að Fabio Capello sagði af sér sem landsliðsþjálfari í gærkvöld hefur komið í ljós víðtækur stuðningur við Redknapp, og flestir virðast vilja fá hann í starfið. Meðal þeirra sem hafa látið það opinberlega í ljós eru leikmenn Manchester United, Wayne Rooney og Rio Ferdinand, sem báðir hafa bent á Redknapp í Twitter-færslum hjá sér á undanförnum klukkutímum.

„Harry verður að taka um það ákvörðun sjálfur hvort hann vill taka við starfinu eða halda áfram hjá Tottenham. Ég er viss um að Harry verður ekki sá eini sem til greina kemur. Það er ekki sjálfgefið að það verði leitað til hans," sagði Mills við BBC í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert