Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Harry Redknapp, kollegi hans hjá Tottenham, sé tvímælalaust besti kandídatinn í starf landsliðsþjálfara Englands.
Enska knattspyrnusambandið hefur í dag formlega leitina að eftirmanni Fabios Capellos sem sagði af sér í fyrrakvöld. Redknapp hefur verið nefndur til sögunnar af flestum sem lýst hafa skoðunum á málinu, fjölmiðlum, leikmönnum og ýmsum sérfræðingum.
Ferguson tók undir þetta á fréttamannafundi sínum í morgun. „Það er engin spurning að Harry Redknapp er besti maðurinn í starfið. Hann hefur reynsluna, persónuleikann og þekkinguna á leiknum. Hann hefur breytt gangi mála hjá öllum félögum sem hann hefur unnið hjá. Hann er rétti kosturinn. Í þessu á að finna besta manninn með mestu hæfileikana. Ungur stjóri á ekki möguleika," sagði Ferguson.