Wenger vill ekki verða landsliðsþjálfari

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Reuters

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, útilokar þann möguleika að verða eftirmaður Fabio Capello sem næsti landsliðsþjálfari Englendinga. Wenger segist aldrei hafa haft áhuga á að verða landsliðsþjálfari.

Í gegnum tíðina hefur nafn Wengers oft verið nefnd varðandi landsliðsþjálfarastöðuna hjá Englendingum og þegar hann var spurður út það á fundi með fréttamönnum í dag hvort hann hefði áhuga á að taka við af Capello var Wenger fljótur að gefa starfið frá sér.

,,Ég hef ekki áhuga og hef sagt það mörgum sinnum. England er stórt fótboltaland þar sem meira en 65 milljónir manna hafa mikla ástríðu fyrir leiknum. Ég elska England og vona að enska landsliðinu vegni vel en mér hefur aldrei þótt það freistandi að verða landsliðsþjálfari því það er töluvert öðruvísi en að þjálfa félagslið. Ég er hálfgerðu maraþonhlaupi sem þjálfari félagsliðs en landsliðsþjálfarastarfið er meira eins og spretthlaup,“ sagði Wenger.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert