Anna María í landsliðshópinn fyrir Sif

Anna María Baldursdóttir í leik með Stjörnunni.
Anna María Baldursdóttir í leik með Stjörnunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert eina breytingu á landsliðshópnum sem tekur þátt í Algarve-mótinu sem hefst í vikunni. Sigurður valdi Önnu Maríu Baldursdóttur í hópinn fyrir Sif Atladóttur sem er meidd.

Anna María var upphaflega í hópnum hjá U19 kvenna sem leikur á La Manga í mars og hefur því Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, valið Söndru Maríu Jessen úr Þór í hennar stað.

Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leiknum á Algarve-mótinu á miðvikudaginn. Á föstudaginn leikur Ísland á móti Svíþjóð og gegn Kína næstkomandi mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert