Líðan Muamba er orðin stöðug

Fabrice Muamba í leik gegn Liverpool.
Fabrice Muamba í leik gegn Liverpool. Reuters

Líðan enska knattspyrnumannsins Fabrice Muamba er stöðug, samkvæmt tilkynningu frá sjúkrahúsinu í London þar sem hann er á gjörgæslu eftir að hafa hnigið niður í leik Tottenham og Bolton á White Hart Lane um sexleytið í kvöld.

Leik liðanna í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar var hætt eftir rúmar 40 mínútur þegar Muamba, sem er 23 ára gamall, hneig niður á vellinum og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús, eftir lífgunartilraunir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka