Muamba - alvarlegt ástand (myndir/myndskeið)

Enska knattspyrnufélagið Bolton Wanderers gaf út tilkynningu um ástand Fabrice Muamba rétt í þessu en hann hneig niður í leik liðsins gegn Tottenham á White Hart Lane um sexleytið í kvöld.

"Bolton getur staðfest að Fabrice Muamba hafi verið fluttur á hjartamiðstöðina í London Chest Hostopal, og þar er hann alvarlega veikur á gjörgæslu. Ekki verða frekari upplýsingar veittar að svo stöddu. Félagið hefur óskað eftir því við fjölmiðla að þeir virði friðhelgi einkalífs fjölskyldu hans."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka