Cahill sýndi Muamba stuðning (myndband)

Gary Cahill er hér búinn að lyfta treyju sinni eftir …
Gary Cahill er hér búinn að lyfta treyju sinni eftir að hafa skorað markið í dag. AFP

Hugur Garys Cahills, líkt og svo margra annarra, var greinilega hjá hans gamla liðsfélaga Fabrice Muamba í dag en Muamba er enn í lífshættu eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik Bolton og Tottenham í gær.

Cahill skoraði eitt marka Chelsea í sigrinum Leicester í ensku bikarkeppninni í dag og hann fagnaði markinu með því að lyfta treyju sinni og sýna bol með áletruninni: „Pray 4 Muamba“ eða: Biðjum fyrir Muamba. Lee Probert, dómari leiksins, ákvað að sýna Cahill ekki gula spjaldið þó að samkvæmt reglubókinni ætti að gera það. Myndband af markinu og viðbrögðum Cahills má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka