Frestað á þriðjudag vegna Muamba

Fabrice Muamba, til hægri, í leik Bolton og Tottenham í …
Fabrice Muamba, til hægri, í leik Bolton og Tottenham í gær. Reuters

Viðureign Aston Villa og Bolton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem fram átti að fara á þriðjudagskvöldið, hefur verið frestað að beiðni forráðamanna Bolton.

Það er að sjálfsögðu vegna Fabrice Muamba, leikmanns Bolton, sem liggur þungt haldinn á gjörgæslu í London eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik liðsins við Tottenham í ensku bikarkeppninni í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka