Bolton staðfestir frekari framfarir Muamba

Fabrice Muamba í leiknum við Tottenham.
Fabrice Muamba í leiknum við Tottenham. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Bolton Wanderers staðfesti rétt í þessu að Fabrice Muamba hefði sýnt frekari framfarir síðdegis í dag, þar sem hann liggur á gjörgæslu á London Chest-sjúkrahúsinu.

Á vef Bolton  var eftirfarandi skrifað núna klukkan 19.00:

„Fabrice Muamba er áfram á gjörgæslu á London Chest-sjúkrahúsinu. Hann hefur haldið áfram að sýna merki um framfarir í kvöld.

Nú getur hann andað sjálfur, án súrefnisgrímu. Hann hefur borið kennsl á fjölskyldumeðlini og brugðist á réttan hátt við spurningum.

Þetta eru allt jákvæð merki um framfarir. Starfslið gjörgæslunnar mun halda áfram að fylgjast grannt með honum og meðhöndla.

Fjölskylda hans og félagið vilja þakka fjölmiðlum fyrir að halda áfram að sýna einkalífi þeirra virðingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka