Leikmenn Tottenham allir í hjartarannsókn

Jermain Defoe leikmaður Tottenham kemur út úr sjúkrahúsi í London …
Jermain Defoe leikmaður Tottenham kemur út úr sjúkrahúsi í London í gær þar sem hann heimsótti Fabrice Muamba. Reuters

Leikmenn enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspur eru allir á leið í hjartarannsókn, í framhaldi af því að þeir horfðu upp á Fabrice Muamba, leikmann Bolton, fá hjartaáfall í leik liðanna á White Hart Lane á laugardaginn.

Hjartasérfræðingurinn Sanjay Sharma sagði við Sky News í morgun að hann hefði átt von á einum eða tveimur leikmönnum Tottenham í skoðun í dag en nú væri allur leikmannahópur félagsins búinn að panta tíma.

„Svona hjartastopp hjá ungu fólki eru afar sjaldgæf og kannski einn af hverjum 50 þúsund getur átt þau á hættu,“ sagði Sharma og fram kom hjá honum að leitað yrði sérstaklega eftir mögulegum skemmdum á hjartavöðva hjá leikmönnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka