Coyle ræddi við Muamba

Owen Coyle ræðir við fréttamenn fyrir utan sjúkrahúsið í London …
Owen Coyle ræðir við fréttamenn fyrir utan sjúkrahúsið í London í dag. Reuters

Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton Wanderers, sagði í viðtali við BBC rétt í þessu að hann hefði rætt við Fabrice Muamba á sjúkrahúsinu í London í dag.

„Við náðum að spjalla saman aðeins og skiptast á nokkrum orðum. Hann á enn langt í land og er enn á gjörgæslu en þetta eru jákvæð merki um að hann sé á batavegi," sagði Coyle þegar hann kom út af sjúkrahúsinu núna eftir hádegið.

Muamba fékk hjartaáfall í leik Bolton gegn Tottenham á laugardaginn og lífslíkur hans voru taldar litlar í kjölfarið. Þá hefur verið óttast hvaða áhrif hjartastoppið og súrefnisskortur kunni að hafa en í gærkvöld var skýrt frá því að Muamba hefði þekkt fjölskyldu sína og brugðist rétt við spurningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert